Jólasýning hjá Sossu á veirutímum um helgina
Sossa myndlistarkona verður með sína árlegu jólasýningu á vinnustofu sinni í Keflavík föstudag til sunnudag 4.-6. Des. Kl. 14. Til 20. Allir velkomnir en þurfa að bera grímu.
„Jú, auðvitað er þetta skrýtið en þetta er hægt. Við erum auðvitað með spritt um allt en svo er ég líka með „biðstofu“ á neðri hæðinni hjá mér á Mánagötu 1. Þar má skoða nokkur eldgömul verk í eigu listamannsins. Svo er ég með sýninguna á Facebook og sossa.is,“ sagði myndlistarkonan kunna við Víkurfréttir.
Auk verka frá Sossu eru Drífa leirlistakona gestur á jólasýningunni og sýnir mjög fallega skúlptúra.