Jólasveinninn verður í BYKO í kvöld
Það verður sannkölluð jólastemning í verslun Byko Suðurnesjum í kvöld. Þá mun jólasveinninn mæta og spjalla við börnin og gefa þeim mandarínur milli klukkan 19 og 20.
Einnig verður á boðstólnum lifandi tónlist og boðið verður upp á heitt kakó, vöfflur, piparkökur og jólaöl. Allir ættu því að fá smá keim af sönnum jólaanda.
Verslunin er opin til 21:00 og er m.a. tilboð á jólavörum.