Jólastemning á Center um helgina
Á laugardagskvöldið kemur verður heljarinnar partý á skemmtistaðnum Center við Hafnargötu. Þar munu reynslumestu plötusnúðar okkar Suðurnesjamanna, þeir DJ Atli skemmtanalögga og DJ Stjáni prestur, þeyta skífum langt fram á nótt og halda uppi fjörinu eins og þeim einum er lagið.
Frítt verður inn og verður hinn sívinsæli jólabjór frá verður Tuborg á krananum. Byrjað var að selja jólabjórinn þriðjudaginn 15.nóvember í vínbúðum landsins. Um 15-20 tegundir verða til sölu þetta árið, sem er svipað og í fyrra.
Sala á jólabjór nam 330 þús lítrum árið 2010 (fyrir tímabilið 15.nóvember - 31.desember), en heildarsala bjórs var um 2,1 milljónir lítra á sama tímabili. Jólabjórinn var því um 16% af heildarsölunni í fyrra.
Húsið opnar klukkan 23:00.