Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Jólaskiptimarkaður barna í bókasafninu
Fimmtudagur 29. nóvember 2018 kl. 14:16

Jólaskiptimarkaður barna í bókasafninu

Dagana 5.-10. desember mun Bókasafn Reykjanesbæjar bjóða upp á viðburði sem miða að því að gera jólin umhverfisvænni.

Miðvikudaginn 5. desember kl. 18-20 verður haldinn jólaskiptimarkaður í bókasafninu. Þar geta allir mætt með notuð (en vel farin) leikföng, spariföt barna og barnabækur og tekið sér nýja/notaða hluti heim í staðinn.

ATHUGIÐ að ekki er tekið á móti fullorðins fötum og bókum, í þetta skipti er þetta einungis barnabækur, spariföt barna og leikföng.

Kjörið tækifæri fyrir fólk til þess að losa sig við hluti fyrir jólin og ná sér í jólagjafir. Endilega komið skilaboðunum áleiðis til jólasveinanna - fullt af sniðugum gjöfum í skóinn, segir í tilkynningu frá Bókasafni Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024