Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Jólarúta SBK vekur kæti (Myndasafn)
Þriðjudagur 13. desember 2005 kl. 12:29

Jólarúta SBK vekur kæti (Myndasafn)

Krakkarnir á leikskólanum Heiðarseli í Reykjanesbæ ráku heldur betur upp stór augu þegar tveggja hæða jólaskreytt rúta mætti með jólasveina innanborðs fyrir utan leikskólann í morgun.

Allir krakkarnir voru rosalega duglegir þegar þeir fóru um borð í rútuna, voru í beinni röð og sögðu jólasveinunum óspart hvað þau fengu í skóinn í nótt. Krakkarnir fengu öll að vera á efri hæð rútunnar en þar er gott útsýni og gaman að keyra um bæinn á annarri hæð.

„Við gerðum þetta í fyrra og árið þar áður og þetta hefur tekist bara mjög vel og því ákváðum við að endurtaka leikinn í ár. Krakkarnir fá einnig smá góðgæti í poka frá jólasveininum. Þetta verður gert í öllum bæjarfélögum á Suðurnesjum og á fimmtudag verða jólasveinarnir í Grindavík,“ sagði Einar Steinþórsson framkvæmdastjóri SBK í samtali við Víkurfréttir.

Rúntað er um þau bæjarfélög sem jólarúta SBK er stödd í hverju sinni og þau hverfi og hús skoðuð þar sem fólk er hvað duglegast að skreyta. Hver rúntur tekur um 40-50 mínútur en það er örugglega allt of stutt fyrir suma því ekki var annað að sjá en að börnin skemmtu sér hið besta á rúntinum.

Smellið hér til að skoða myndagallerí frá komu Jólarútu SBK við Heiðarsel

VF-myndir/JBÓ

 

 

 


 

 

 

 

 

 

 

Sumir brostu sínu breiðasta í rútunni enda vart annað hægt þegar um svona glaðning er að ræða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024