Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólapeysudagur hjá FS
Fjórir starfsmenn FS í jólapeysum sínum.
Föstudagur 28. nóvember 2014 kl. 14:20

Jólapeysudagur hjá FS

- Nemendur og starfsfólk að komast í jólaskap.

Það var heldur betur fjör hjá nemendum og starfsfólki FS í gær. Þema dagsins var jólapeysur. Kennslu lýkur nú í lok nóvember og próf hefjast í byrjun desember. Á þessum árstíma er fólk að komast í jólaskap og þess sér merki víða í skólanum. Jólaskraut og ljós eru sett upp og jólalögin fá að glymja í matsalnum.

Í gær boðuðu þess vegna sérstakir áhugamenn um jólin til jólapeysudags og kom nokkur fjöldi nemenda og starfsmanna í litrítum jólapeysum í tilefni dagsins. Myndirnar eru af Facebook síðu skólans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víkurfréttir hvetja fyrirtæki, hópa og stofnanir til að senda myndir frá jólastemningu á aðventunni í [email protected]