Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólamenning Sossu
Sossa hefur setið fyrir hjá ljósmyndurum Víkurfrétta í áratugi og er bara orðin nokkuð góð í fyrirsætustörfunum. Hún sagði við ritstjóra VF þegar hann smellti myndinni að hann væri fyrirmyndin á myndinni við hlið hennar. VF/pket
Sunnudagur 17. desember 2023 kl. 12:36

Jólamenning Sossu

Reglulegur liður í menningunni í Reykjanesbæ fyrir undanfarin jól hefur verið jólasýning Sossu myndlistarkonu. Hún sýndi afrakstur síðustu mánaða og var einnig með eldri málverk.

Sossa hefur í mörg ár kryddað jólasýningu sína með meiri menningu og fengið gesti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðrún Vera Hjartardóttir var gestur á vinnustofunni á þessari sýningu og sýndi skúlptúr. Þá sungu og spiluðu Magga Stína og Tómas Jónsson og einnig Daníel Hjálmtýsson sem kennir í Sandgerði. Þau skiptu með sér sýningardögum.

Magga Stína og Tómas Jónsson í jólastuði hjá Sossu.
Anton Helgi las upp á jólasýningu Sossu.
Daníel Hjálmtýsson flutti tónlistaratriði.

Fastur jólagestur hefur í áratug verið Anton Helgi Jónsson sem hefur lesið úr ljóðum sínum en gann gaf fyrst út ljóðabók árið 1974. Sossa hefur oft notað ljóðin hans sem innspýtingu og hugmyndir að myndverkum.

„Jólasýningin mín er svona þakkarframtak til viðskiptavina minna. Það er gaman að geta boðið þeim í léttar veitingar og nýjar myndir á aðventunni,“ sagði Sossa sem fyrst hélt jólasýningu fyrir um þrjátíu árum síðan. Hennar undirskrift er á mjög mörgum veggjum heimila á Suðurnesjum.