Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólamarkaður Kompunnar í dag
Kompan er við Smiðjuvelli í Reykjanesbæ.
Fimmtudagur 29. nóvember 2012 kl. 15:19

Jólamarkaður Kompunnar í dag

Jólamarkaður Kompunnar verður haldinn fimmtudaginn 29. nóvember nk. við Smiðjuvelli í Reykjanesbæ. Dagskrá verður frá kl. 17:30 til 18:30, en markaðurinn sjálfur verður opinn frá kl. 13:00 til 19:00. Boðið verður upp á kakó og piparkökur og lifandi tónlist auk þess sem hið árlega uppboð Kompunnar á ýmsum merkilegum hlutum fer fram.

Það hafa ýmiskonar jólamunir safnast upp hjá Kompunni yfir árið og á fimmtudaginn verða þeir teknir fram og settir á sölu. Það er aldrei að vita nema jólaskrautið sem vantar í safnið sé einmitt að finna í Kompunni. Að sjálfsögðu verða hefðbundnar vörur Kompunnar einnig til sölu á jólamarkaðinum, s.s. gömul húsgögn, bækur, hljómplötur, ýmsar nytjavörur og margt fleira.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kompan er nytjamarkaður sem er rekinn af Fjölsmiðjunni á Suðurnesjum og er opinn alla virka daga. Hægt er að fá nánari upplýsingar með því að hringja í Kompuna í síma 421-1111 eða bara kíkja við á Smiðjuvöllum.