Jólamarkaður í Duus Safnahúsum
Duus Safnahús óskuðu eftir þátttakendum í jólamarkaði sem halda skyldi 26. -27. nóvember. Leitað var sérstaklega eftir vönduðu handverki og ýmsu slíku sem heimamenn hafa verið að fást við. Einungis takmarkað pláss var í boði og reynt var að koma sem flestum að, þannig að úrvalið yrði sem mest.
Viðbrögðin voru mjög góð og öll borð fylltust strax og því miður komust ekki allir að en einhvers staðar verður að byrja. Um næstu helgi verður því spennandi fyrir bæjarbúa og gesti að koma sjá hvað þarna verður til sölu.
Forsvarmenn í Duus Safnahúsum lofa jólastemningu og upplagt að koma þarna við áður en haldið er á Tjarnargötutorg til að taka þátt í tendrun jólaljósanna á vinabæjartrénu sem hefst kl. 17.00.