Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólamarkaður á Listatorgi í Sandgerði
Mánudagur 25. október 2010 kl. 16:08

Jólamarkaður á Listatorgi í Sandgerði

Hinn árlegi og sívinsæli Jólamarkaður handverksfólks í Sandgerði, verður haldinn í einn dag, laugardaginn 6.nóvember frá klukkan 13:00 til 17:00 á Listatorgi.

Komdu og gerðu mjög góð kaup því allar vörur eru seldar beint frá framleiðanda og því á heildsöluverði. Tilvalið að byrja jólagjafa innkaupin þennan laugardag og um leið gefa ástvinum sínum einstaka gjöf þessi jólin. Alltaf gaman að gefa íslenskt handverk í jólagjöf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það verður sannkölluð jólastemning, jólailmur, jólatónlist og jólagleði í salnum Listatorgi.

Börn munu einnig færa okkur jólasöngva og jólatónlist.

Veitingahúsið Vitinn býður upp á heitt súkkulaði, vöfflur með alvöru rjóma og piparkökur frá klukkan 14:00 gegn sanngjörnu verði fyrir alla fjölskylduna.

Kolaportsstemning verður í leiklistarrýminu en þar mun heimafólk selja úr fataskápum sínum, ódýran fatnað og annað dót á prúttmarkaði. Skemmtileg markaðs stemming þar.

Hlökkum til að sjá alla Suðurnesjabúa fjölmenna í Sandgerðisbæ laugardaginn 6.nóvember!

Eigum saman skemmtilegan dag með fjölskyldunni og góðum vinum á árlegum jóla viðburði í Listatorgi!

Jólakveðjur,
Lista – og menningarmálafélagið Listatorg Sandgerðisbæ.