Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólalukka VF: Ætlar að lauma Icelandair vinningnum í jólapakka
Oddur Jónsson ætlar að lauma vinnings-lukkunni í jólapakka hjá ættingja.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 19. desember 2019 kl. 12:12

Jólalukka VF: Ætlar að lauma Icelandair vinningnum í jólapakka

Icelandair ferðavinningarnir í Jólalukku Víkurfrétta 2019 fljúga út í orðsins fyllstu merkingu sem og fleiri vænir vinningar. Dregið verður úr miðum í Nettó á Þoráksmessu kl. 18 þar sem margir stórir vinningar eru í boði, m.a. 100 þús. Kr. gjafabréf í Nettó, 3 Icelandair ferðavinningar, tvö Philips smart sjónvörp og fleira.

Oddur Jónsson, íbúi við Bergveg í Keflavík skóf Icelandair ferðavinning en hann ætlar að lauma vinningnum í jólapakka ættingja. Guðlaug F. Bárðardóttir, íbúi við Krossmóa í Njarðvík var alsæl með Icelandair vinninginn sinn og ætlar að nýta hann á nýju ári. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þórhalla Maggý Sigurðardóttir fékk einn af nokkrum stórum vinningunum í Jólalukku VF í ár, 100 þúsund króna gjafabréf í Nettó. 

Guðlaug ætlar að nýta Icelandair gjafabréfið á nýju ári.

Þórhalla var ánægð með 100 þús. Kr. Gjafabréfið í Nettó og er hér með Bjarka Sæþórssyni, verslunarstjóra Nettó í Njarðvík.