Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Jólaljósin tendruð í Vogunum á sunnudag
Föstudagur 4. desember 2009 kl. 16:51

Jólaljósin tendruð í Vogunum á sunnudag

Sunnudaginn 6. desember kl. 16:00 verða jólaljósin tendruð á jólatrénu í Aragerði í Vogunum. Jólatónlistin mun hljóma og flutt verður hátíðarávarp. Heyrst hefur að einhverjir af þeim jólasveinabræðrum muni kíkja við og jafnvel með glaðning fyrir stillt börn í bokahorninu.

Sama dag verður aðventustund í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd og er vakin athygli á því að hún hefst kl. 17:30. Þar eru börn og unglingar sérstaklega hvött til að taka þátt með leikriti og söng.


Mynd: Það var ekkert sérstaklega fjölskylduvænt jólaljósaveður þegar kveikt var á jólaljósum á trénu í Vogum á síðasta ári. Mynd:elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024