Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólaljósin tendruð í Garði og Sandgerði
Fimmtudagur 26. nóvember 2009 kl. 10:28

Jólaljósin tendruð í Garði og Sandgerði


Fyrsti sunnudagur í aðventu er næstu helgi og verða jólaljósin tendruð á jólatrjám í Sandgerði og Garði.

Sandgerðingar kveikja ljósin á laugardaginn kl. 17 með athöfn sem fram fer utan við Grunnskólann og Tónlistarskólann. Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson flytur jólahugvekju, og Hobbitarnir stjórna fjöldasöng ásamt börnum úr Skólakór Grunnskólans. Foreldrafélag og nemendafélag grunnskólans býður upp á kakó og kökur.

Garðbúar ætla að kveikja ljósin á jólatrénu á sunnudaginn kl. 17. Það er staðsett á horni
Flutt verður hugvekja, Söngsveitin Víkingarnir syngur jólalög og nemendur Tónlistarskóla Garðs flytja jólatónlist. Þá munu jólasveinar kíkja í heimsókn og boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024