Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólaljósin tendruð í Garði
Þriðjudagur 3. desember 2013 kl. 10:11

Jólaljósin tendruð í Garði

Garðmenn hafa kveikt jólaljósin á jólatrénu í Garði. Það var Guðrún F. Stefánsdóttir sem kveikti ljósin sunnudaginn 1. desember. Hefð er fyrir því að afmælisbarn dagsins kveiki jólaljósin sem ávallt eru tendruð fyrsta sunnudag í aðventu.

Söngsveitin Víkingar flutti jólalög, jólasveitar kíktu á svæðið og þá flutti sóknarpresturinn einnig hugvekju í tilefni aðventunnar.

Ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi, smellti af nokkrum myndum við þetta tækifæri.













Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024