Jólaljósin runnu út undir harmonikkutónlist í Byko

Suðurnesjamenn gátu tekið smá forskot á jólaundirbúning í Byko þegar verslunin bauð veglega afslætti af jólaljósum og ýmsum jólavörum í sérstakri kvöldopnun í gærkvöldi í tvo tíma. Fólk kunni greinilega vel að meta þetta og myndaðist örtröð við kassann.
Til að upplifa jólastemmninguna enn betur var boðið upp á vöflur og kaffi og fleira gott í gogginn undir harmonikkutónum frá Harmonikkufélagi Reykjanesbæjar.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í gærkvöld. VF-myndir/pket.

-

-






