Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólakötturinn með mikilvæg skilaboð
Ester Bíbí Ásgeirsdóttir tónlistarmaður.
Miðvikudagur 23. desember 2015 kl. 08:00

Jólakötturinn með mikilvæg skilaboð

Jólatónar: Ester Bíbí Ásgeirsdóttir

Keflvíkingurinn Ester Bíbí Ásgeirsdóttir, einn af stofnmeðlimum Kolrössu Krókríðandi, bassaleikari Singapore Sling og meistaranemi í stjórnun og stefnumótun, heldur mikið upp á lagið um Jólaköttinn. Í æsku þótti henni fátt skemmtilegra en sögur af óværum íslenskrar þjóðtrúar.
 
Þetta lag er bara æði. Þegar ég heyri það verð ég aftur lítil og fæ á tilfinninguna að jólin séu alveg að koma. Finn spenninginn og gleðina hríslast um mig og man af hverju mér finnst jólin svona skemmtileg. 
 
Jólin eru fyrst og fremst barnanna. Þegar ég var krakki fannst mér ekkert skemmtilegra heldur en að vera ævintýralega hrædd við allar þessar óværur íslenskrar þjóðtrúar. Það eru jólin, þessar sterku andstæður. Allt þetta hræðilega sem undirstrikar kærleikann og yndisleg heitin. Eftir að ég eignaðist börn hef ég líka haft þá skemmtun að hræða börnin fyrir jólin og við skemmtum okkur aldrei betur. Jólakötturinn hefur líka þau skilaboð að við eigum að huga að öllum á jólunum. Passa að allir hafi eitthvað fyrir jólin. Það er það sem er svo fallegt við þessa þulu. Allir í sveitinni leggjast á eitt til að bjarga fátæku börnunum frá Jólakettinum. Það er kannski það eina sem virkar að hræða neyslusamfélagið til að deila og gefa með sér. 
 
 
Þetta lag á alltaf stað í hjarta mér síðan ég var Wham aðdáandi sem ungur unglingur. Það er bara ekki hægt að hrista þannig ást úr sér. 
 
Þetta er hátíðlegt eins og allt þetta gamla og góða. Í rauninni finnst mér bara gömul lög vera jólaleg. Líklega er það enn og aftur barna nostalgían sem ræður því. Ég er að verða gömul, aaarrrg!
 
Þetta er fallegt og gamalt eins og annað á þessum lista, hátíðlegt og hugljúft. Annars má ég til með að segja að Halli og Laddi eiga líka mikilvægan sess á mínu heimili með til dæmis Sveinn minn Jóla og auðvitað Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða!
 
 
 
 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024