Jólakaffihúsakvöld í Eldey í kvöld
Það verður jóla, jóla á kaffihúsakvöldinu í Eldey, Grænásbraut 506 á Ásbrú, nú í kvöld frá kl. 20:00 - 22:00. Marta Eiríksdóttir mun kynna bókina sína: Becoming Goddess - Embracing Your Power en í henni fjallar Marta um þessa innri visku sem við eigum aðgang að í hjarta okkar. Bókin er ekta náttborðsbók, þú vilt eiga hana og fletta upp í henni þegar "lífsins skóli" er þér um megn og þig vantar andlegan stuðning.
Lifandi jólatónlist og ein allsherjar jólastemmning í húsinu: jólasápur, jólasvuntur, jólasultur og jólatilboð.
Boðið verður upp á kaffi og heimabakað gegn frjálsum framlögum og vinnustofur hönnuða verða opnar.
Komdu þér í jólagírinn með okkur í Eldey!