Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólahúsin í Reykjanesbæ 2009 kunngjörð
Föstudagur 11. desember 2009 kl. 08:35

Jólahúsin í Reykjanesbæ 2009 kunngjörð


Reykjanesbær veitti í gær viðurkenningar fyrir skemmtilegar jólaskreytingar eins gert hefur verið á hverri aðventu síðastliðin níu ár.  Að auki fékk Hallbjörn Sæmundsson sérstaka viðurkenningu fyrir húsið sitt, sem í daglegu tali er nú nefnt jólahús barnanna og  er vinsæll viðkomustaður hjá börnum á aðventu.

Verðlaunahafar í 1. - 3. sæti:

1. Týsvellir 1
2. Ránarvellir 2
3. Melavegur 2


Fallega skreytt raðhús:Ránarvellir 2-6
Stílhrein skreyting sem hæfir fallegu gömlu húsi: Klapparstígur 12

Hlýleg og glæsilega skreytt hús:
1. Borgarvegur 25, Reykjanesbæ
2. Þverholt 19, Reykjanesbæ
3. Óðinsvellir 6, Reykjanesbæ
4. Bragavellir 3, Reykjanesbæ
5. Bragavellir 4, Reykjanesbæ
6. Borgarvegur 20, Reykjanesbæ (Harpa)
7. Völuás 5, Reykjanesbæ,
8. Heiðarból 19, Reykjanesbæ


Ljósgarðar - skemmtilega skreyttir garðar með jólasveinum og öðrum kynjaverum.
1. Sjafnavelir 19, Reykjanesbæ
2. Þverholt 18, Reykjanesbæ
3. Krossholt 9, Reykjanesbæ
4. Lágmói 19, Reykjanesbæ
5. Gónhóll 11, Reykjanesbæ



Barnahúsið Túngata 14
Einstaklega fallega og hlýlega skreytt hús og garður sem bæjarbúar og þá sérstaklega börn hafa notið að skoða á aðventunni í að minnsta kosti 10 ár. Mjög áhugavert hefur verið að fylgjast með þeim breytingum og nýjum útfærslum á þessu jákvæða samfélagi frá ári til árs. Af einstökum áhuga til að gleðja aðra hefur eigandinn lagt á sig mikla vinnu í þágu þessa verkefnis og á hann heiður samfélagins skilinn fyrir þetta skemmtilega framlag til jólahátíðarinnar.


Efri mynd: Barnahúsið Túngata 14 – VFmynd/elg

Neðri mynd: Frá verðlaunaafhendingunni í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024