Jólahefðir í Serbíu eru allt öðruvísi
Helena Orelj kemur frá Serbíu og segir hún jólin vera öðruvísi þar en hér á landi. Þau halda jólin 7. janúar í stað 24. desember og ætlar hún að nýta íslensku jólahátíðina í að vinna og njóta þess að vera með fjölskyldunni yfir þá serbnesku.
Hvað stendur upp úr hjá þér árið 2022?
Það sem að stendur upp hjá mér árið 2022 er ferð til Spánar. Ég fór í æfingaferð með liðinu mínu til Valencia og það var held ég skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í.
Ert þú mikið jólabarn?
Já! Þó svo að ég sé frá Serbíu og jólin þar eru öðruvísi. Ég elska jól og ég elska að skreyta og setja ljósin upp.
Hvað er það skemmtilegasta við jólin að þínu mati?
Það skemmtilegasta við jólin er hvað allir eru í glaðir og í miklu stuði og að fá að verja tíma með fjölskyldunni og vinum.
Átt þú einhverjar skemmtilegar jólaminningar?
Ég á margar en ein sem ég man vel eftir er þegar ég var sirka fimm eða sex ára gömul og jólasveininn ruglaði nöfnunum á pökkunum í gríni, þannig ég fékk körfubolta sem stóri bróðir minn átti að fá, hann fékk bleiur sem litli bróðir minn átti að fá og hann fékk dúkku eða eitthvað svoleiðis.
En skemmtilegar jólahefðir?
Jólahefðir í Serbíu eru allt öðruvísi, fyrst og fremst eru jólin 7. janúar en ekki 24. desember. Við gerum ekkert sérstakt, við erum bara öll saman að borða og skemmta okkur.
Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið?
Besta gjöfin sem ég hef fengið er örugglega körfuboltaskór.
Hvað er á óskalistanum þínum fyrir jólin í ár?
Óskalistinn minn í ár er frekar langur en ég fæ örugglega pening fyrir ökukennsluna því ég á að byrja í henni í janúar.
Hvað er í matinn hjá þinni fjölskyldu á aðfangadag?
Maturinn er fjölbreyttur, það er fullt af kökum og nammi en mikilvægasta sem við borðum á hverju ári er svínakjöt.
Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár?
Í kringum íslensku jólahátíðina verð ég líklega að vinna og safna pening, ég verð í fríi og hef ekkert að gera en í kringum serbnesku jólahátíðina verð ég heima með fjölskyldunni því það er mikilvægast.