Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jóladagskrá fjölskyldunnar í Duus Safnahúsum
Laugardagur 28. nóvember 2015 kl. 14:45

Jóladagskrá fjölskyldunnar í Duus Safnahúsum

Í aðdraganda jóla er gott að geta dregið sig út úr jólastressinu og átt notalega fjölskyldustund með smáfólkinu. Í Duus Safnahúsum hafa jólasveinarnir og þeirra nánasta fjölskylda falið sig vítt og breytt í Bryggjuhúsinu og nú er þörf á hjálp barnanna við að finna þá í tæka tíð fyrir jólin svo þeir komist nú með gjafirnar í skóinn. Til að finna þá þarf að leysa þrautir í skemmtilegum fjölskylduratleik.

Í Stofunni, einum sala Duus Safnahúsa, geta börnin skrifað og skreytt óskalista til jólasveinanna.   Skessan í hellinum, sem er frænka jólasveinanna, tekur á móti þeim í póstkassann sinn og hefur lofað að færa jólasveinunum óskalistana tímanlega. Hún er komin í mikið jólaskap og ætlar að skreyta hellinn sinn í byrjun desember og hlakkar mikið til að fá heimsóknir frá kátum krökkum.

Eftir ratleik og gönguferð í Skessuhelli er tilvalið að koma við á Kaffi Duus þar sem börnum, í fylgd fullorðinna, er boðið upp á kakóbolla og piparköku í verðlaun fyrir þátttöku í ratleiknum.

Jóladagskrá fjölskyldunnar hefst laugardaginn 28. nóvember og stendur til 6. janúar.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024