Jólabörn á Suðurnesjum
Það fengu sumir verðmætari jólagjafir en aðrir þessi jólin. Þannig fæddist þeim Maríu Ósk Pálsdóttur og Helga Rúnari Friðbjarnarsyni stúlka á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á aðfangadag. Stúlkan var 3700 grömm og 51 sentimetri við fæðingu en ljósmóðir var Steina Þórey Ragnarsdóttir.
Á öðrum degi jóla fæddist svo drengur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Foreldrar hans eru Eva Rut Ólafsdóttir og Jón Óli Helgason. Drengurinn var 4175 grömm við fæðingu og 53 sentimetrar. Það var Björg Sigurðardóttir ljósmóðir sem tók á móti stráknum.
Það var einnig fjör á fæðingadeildinni á Þorláksmessu en á komu tvö börn í heiminn, strákur og stelpa. Þegar þetta er skrifað hafa fæðst 270 börn á HSS á árinu og ennþá fáeinir dagar eftir.
Efri myndin er af stúlkunni sem fæddist á aðfangadag en drengurinn frá öðrum degi jóla er hér að neðan. Myndir af vef Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.