Jólablað Víkurfrétta komið út
Jólablað Víkurfrétta er komið út en blaðið er 50. tölublað ársins. Að vanda er efni jólablaðsins fjölbreytt en það er 64 síður að stærð. Í blaðinu eru viðtöl við Jóhann Líndal fyrrverandi rafveitustjóra í Njarðvík, Hallberu Pálsdóttur úr Keflavík, Vilhjálm Þorleifsson sem starfað hefur hjá Keflavíkurbæ í 33 ár, Védísi Hervör bæjarstjóradóttur auk fjölda annarra viðtala. Að sjálfsögðu eru fréttir af Suðurnesjum í blaðinu og fjölbreytt jólaefni. Næsta blað Víkurfrétta kemur út nk. fimmtudag, þann 19. desember.