Jóla hvað? Wham eiga besta jólalagið
Andri Berg Ágústsson er í 9. bekk í Holtaskóla. Áhugamál hans eru útivist, veiði og að æfa. Hann er að prófa körfuboltann aftur og síðan spilar hann á gítar.
Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Opna pakka, góður matur og eiga góða stund með fjölskyldunni og snjórinn.
Fyrstu jólaminningarnar? Það var þegar ég fékk fyrsta sjónvarpið mitt.
Jólahefðir hjá þér? Hamborgarhryggur, besta máltíðin.
Ertu duglegur í eldhúsinu yfir hátíðirnar? Já allt í lagi bara.
Jólabíómyndin? The Grinch.
Jólatónlistin? Last Christmas.
Gefurðu mikið af jólagjöfum? Já það geri ég.
Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Já fer alltaf í kirkjugarða bæði hjá ömmu og afa og frænda.
Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Playstaion 3 í fyrra.
Hvað er í matinn á aðfangadag? Hamborgarhryggur.
Eftirminnilegasta gjöfin? Playstaion 3.
Hvað langar þig í jólagjöf? Útivistardót, Cintamani jakka og buxur.