Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jóla hvað? Í heimsókn til ömmu
Mánudagur 26. desember 2011 kl. 15:02

Jóla hvað? Í heimsókn til ömmu

Erna Hákonardóttir varð fyrir miklum vonbrigðum eitt árið með gjöf frá bróður sínum. Hún segir að hún gefi mikið af gjöfum enda eigi bræður hennar svo mikið af börnum. Hana langar mikið í úr eða skó í jólagjöf.

Fyrstu jólaminningarnar?
Þegar maður var orðin svona 5-6 ára og gat ekki beðið eftir að klukkan myndi slá 6, maður spurði á 5 mínútna fresti og fannst þetta vera eins og margir dagar að líða.

Jólahefðir hjá þér?
Bara þetta venjulega, jólaboð og aftur jólboð.

Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar?
Jaa get nú ekki sagt það.

Jólamyndin?
Home alone, maður sleppir henni ekki á jólunum.

Jólatónlistin?
Á ekkert eitt uppáhalds, finnst þau bara öll góð.

Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Það er misjafnt, en þessi jól reddaði ég þeim í Boston.

Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Já frekar, því bræður mínir eiga svo mikið af börnum!

Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Ég fer alltaf í heimsókn til ömmu minnar á aðfangadag.

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Ætli ég segi ekki 66°Norður úlpan.

Hvað er í matinn á aðfangadag?
Hamborgarhryggur.

Eftirminnilegustu jólin?
Það fyrsta sem mér dettur í hug var þegar ég var svona 7-8 ára og búin að bíða allan daginn eftir að fá að opna einn risastóran pakka frá bróður mínum og svo þegar ég opnaði hann þá var þetta tóm jólapappírsrúlla og bók sem ég átti fyrir, á svo skemmtilegan bróður!

Hvað langar þig í jólagjöf?
Svona sitt lítið af hverju, úr og skór eru ofarlega á listanum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024