Jóla hvað? Fer alltaf í sturtu á aðfangadag
Körfuknattleiksmaðurinn Valur Orri Valsson heldur mikið upp á Jordan búning sem hann fékk í jólagjöf ungur að aldri. Það lag sem kemur honum í jólaskapið er Santa Claus is coming to town með Jackson 5. Hann er duglegur í eldhúsinu yfir hátíðirnar, þegar kemur að því að borða.
Fyrstu jólaminningarnar?
Þegar ég fékk Chicago Bulls búning með Jordan aftan á þegar ég var 4 ára.
Jólahefðir hjá þér?
Á jóladag horfi ég á NBA leik og fer til ömmu og afa í hangikjöt.
Ertu duglegur í eldhúsinu yfir hátíðirnar?
Bara þegar kemur að því að borða matinn.
Jólamyndin?
Engin sérstök held ég.
Jólatónlistin?
Santa Claus is coming to town með Jackson 5.
Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Bara hér og þar á hinum ýmsu stöðum.
Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Nei, en ég skrifa mig samt alltaf á alla pakka sem mamma og pabbi gefa.
Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Alltaf í sturtu á aðfangadag.
Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Jordan búningurinn.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Kalkúnn og Hamborgarhryggur
Eftirminnilegustu jólin?
Þegar ég fór til New York í fyrra og eyddi þeim þar.
Hvað langar þig í jólagjöf?
Beats by Dr. Dre heyrnartól.