Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jóla hvað? Ég og eldhúsið ekki miklir vinir
Þriðjudagur 27. desember 2011 kl. 09:51

Jóla hvað? Ég og eldhúsið ekki miklir vinir

Einar Ari Árnason er í 10. bekk í Holtaskóla. Hann hefur mikinn áhuga á bílum og æfir handbolta. Honum fannst alveg magnað þegar að hann fékk róbot í jólagjöf eitt árið.

Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jólamaturinn, pakkarnir, snjórinn og klárlega jólafríið.

Fyrstu jólaminningarnar?

Ég man eftir því þegar ég var yngri og fékk alveg svakalega flottan jólasveinabúning og ákvað að verða einn jólasveinn, ég klæddi mig í búninginn setti á mig skeggið, setti svo nokkur epli í poka, fór svo niður í bæ og gaf öllum epli.

Jólahefðir hjá þér?

Bara það venjulega, borða jólamatinn, opna pakkana og ís í eftirrétt.

Ertu duglegur í eldhúsinu yfir hátíðirnar?

Nei, ég og eldhúsið erum ekki miklir vinir.

Jólabíómyndin?

Klárlega Christmas Vacation.

Jólatónlistin?

Jólasynir með Landi og sonum.

Gefurðu mikið af jólagjöfum?

Mamma og pabbi sjá um það.

Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?

Ég reyni að baka smákökur en það endar aldrei vel.

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?

Fæ alltaf góðar gjafir en besta gjöfin sem ég hef fengið er Playstation 3.

Hvað er í matinn á aðfangadag?

Auðvitað er það hamborgarhryggur

Eftirminnilegasta gjöfin?

Þegar ég fékk róbot, fannst það alveg ómótstæðileg gjöf.

Hvað langar þig í jólagjöf?

Utanlandsferð.