Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jóla hvað? Ef ég nenni
Föstudagur 30. desember 2011 kl. 09:41

Jóla hvað? Ef ég nenni

Helga Rut Hallgrímsdóttir er alltaf föst í uppvaskinu eftir að hún tók upp á því að flýta fyrir oppnun pakkana þegar hún var yngri með því að vaska upp.

Fyrstu jólaminningarnar?
Fyrsta jólaminningin mín er heima hjá Helgu ömmu og afa Boga. Eftir að hafa opnað pakkana fóru allir ættingjarnir í heimsókn til þeirra. Við fengum okkur heitt súkkulaði og pönnukökur og höfðum það notalegt saman.

Jólahefðir hjá þér?
Á aðfangadag er alltaf möndlugrautur í hádeginu. Eftir hann þá keyrum við jólakortin sem við sendum út í húsin í Grindavík. Einnig fer fjölskyldan í kaffi til allra ættingjanna sem eiga heima í Grindavík og færir þeim jólapakkana sína.

Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar?
Ég get ekki sagt að ég sé dugleg að elda yfir hátíðirnar en ég er ansi dugleg í uppvaskinu og að ganga frá eftir matinn. Þegar ég var yngri var ég alltaf svo spennt að opna pakkana að ég byrjaði að vaska upp eftir alla svo biðin yrði ekki eins löng. Nú mörgum árum seinna er ég enn föst í uppvaskarahlutverkinu þó spenningurinn fyrir pökkunum sé nánast horfinn.

Jólamyndin?
Christmas Vacation.

Jólatónlistin?
Uppáhaldið er Ef ég nenni með Helga Björns.

Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Í ár voru þær flestar verslaðar í Boston.

Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Nei alls ekki, þær eru ekki nema um 8.

Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Nei, nei, nema jólahefðirnar eru alltaf eins.

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Veit það ekki alveg en bækurnar sem ég fæ ár hvert eru með þeim bestu, alla vega hlakka ég alltaf mest til að fá þær.

Hvað er í matinn á aðfangadag?
Londonlamb og hamborgarhryggur. Það verður alltaf að vera bæði því foreldrar mínir eru ekki sammála um hvort sé betra.

Hvað langar þig í jólagjöf?
Þetta árið veit ég í raun ekki hvað mig langar í enda vantar mig ekkert. Langar þó alltaf í nýja bók og því er það efst á óskalistanum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024