Jóla hvað? Át kemur í veg fyrir kirkjuferð á aðfangadag
Björn Steinar Brynjarsson vill fá Ipad í jólagjöf. Það er spurning hvort honum hafi orðið að ósk sinni. Besta jólagjöfin sem hann hefur fengið er úlpa sem konan gaf honum, hún kemur sér vel í veðrinu sem hefur verið hérna undanfarið.
Hverjar eru þínar fyrstu jólaminningar?
Ætli það hafi ekki verið þegar ég var um 7-8 ára þegar ég og systir mín vorum eitthvað að vesenast á aðfangadag og vorum svo forvitin hvað við fengum í jólagjöf. Við fórum að leita heima en mamma og pabbi voru búin að fela gjafirnar á góðum stað en við fundum þær óinnpakkaðar. Ég og systir mín erum enn ekki búin að segja þeim frá því að við vissum hvað við fengum. Þannig að ekki segja neinum.
Jólahefðir hjá þér?
Matur kl. 18:00 og svo vaskað upp, eftir það eru pakkar opnaðir. Hef alltaf ætlað að fara í kirkju eftir allt saman en ekki hægt að hreyfa legg né lið eftir allt átið.
Ertu duglegur í eldhúsinu yfir jólin?
Mér er ekki treyst fyrir matnum ennþá þannig að ég læt Sigga Bjútí um það. En það breytist í ár.
Jólamyndin?
Elf og Christmas Vacation.
Jólatónlist?
Snjókorn falla með Jóni Jónssyni.
Hvar kaupir þú jólagjafirnar?
Kringlunni eða Smáralindinni.
Kaupirðu mikið af jólagjöfum?
Já það er einhver slatti af gjöfum.
Ertu vanafastur um jólin?
Ég fer alltaf með jólakortin í hús.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Hamborgarhryggur með öllu tilheyrandi.
Hvað viltu fá í jólagjöf?
iPad, jólagjöfin í ár.
Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Ef maður fer að hugsa um hvernig veðrið er núna þá er það úlpan frá konunni.
Hver eru eftirminnilegustu jólin þín?
Öll jafn eftirminnileg.