Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jóla hvað?  Ávallt í kirkju á aðfangadag
Laugardagur 22. desember 2012 kl. 11:00

Jóla hvað? Ávallt í kirkju á aðfangadag

Páll Jóhann Pálsson starfar sem bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn í Grindavík. Auk þess gerir Páll út smábátinn Daðey GK -777 ásamt konu sinni Guðmundu Kristjánsdóttur en þau eru einnig í hrossarækt á búi sínu í Stafholti, Þórkötlustaðahverfi. Saman eiga þau fimm börn og sjö barnabörn og því mikið um að vera um jólin á þeirra heimili yfir hátíðarnar. Páll segir að jólin gangi ekki í garð fyrr en hann heyrir „Heims um ból“ en hann fer ávallt í kirkju klukkan 18:00 á aðfangadag. Þegar kemur að því að versla jólagjafirnar þá viðurkennir Páll að hann sé oft á síðustu stundu en hann verslar ávallt í heimabyggð.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrstu jólaminningarnar?

Á Hólabrautinni í Keflavík þegar við bræður vorum með nýja herraklippingu að klæða okkur í sparifötin og á leið í kirkju.

Jólahefðir hjá þér?

Ég fer í Jólaboð á jóladag með fjölskyldunni og messur um jólin.

Ertu duglegur í eldhúsinu yfir hátíðirnar?

Nei því miður get ég ekki sagt það.

Jólamyndin?

Gömlu góðu „Home alone“ myndirnar.

Jólatónlistin?

„Ég kemst í hátíðarskap“ með Helgu Möller.

Hvar verslarðu jólagjafirnar?

Ég er alltaf á síðustu stundu og þá í heimabyggð.

Gefurðu mikið af jólagjöfum?

Börnum og barnabörnum og svo auðvitað frúnni.

Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?

Fer alltaf í kirkju kl. 18:00 á aðfangadag, svo koma jólin þegar sungið er „Heims um ból“.

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?

Allar jólagjafir eru bestar, ekki hægt að gera upp á milli þeirra.

Hvað er í matinn á aðfangadag?

Hamborgarahryggur og allt tilheyrandi.

Eftirminnilegustu jólin?

Jólin mín á Kanaríeyjum þegar ég fór þangað sem ungur maður með félögum. Þar voru engin jól og löng bið eftir næstu jólum.

Hvað langar þig í jólagjöf?

Nýja sokka svo ég fari ekki í jólaköttinn.