John Soul: Sannkallaður hvalreki í Saltfisksetrinu
Þekktur breskur listamaður, John Soul opnaði á laugardaginn myndlistasýningu í sýningarsal Saltfiskseturs Íslands. Þar sýnir John dúkristur og einnig verk sem eru útskorin úr tré.
John er frá Oxford í Englandi þar sem hann lærði list sína og tók mastersgráðu frá konunglega listaháskólanum. Þá hefur John um árabil kennt í listaskólum um víða veröld og haldið fjölda einkasýninga.
Aðspurður segist John hafa heillast mjög af sýningasalnum þegar hann var hér á ferð fyrir rúmu ári síðan og ákveðið að halda sýningu í Grindavík hið fyrsta. Hrönn Kristjánsdóttir sýningastjóri sagði það vera mikinn hvalreka að fá svo þekktan og góðan listamann til að sýna verk sín í Grindavík.
„Þessi sýning hefur strax vakið talsverða athygli, fjölmiðlar og listafólk hefur hringt til að forvitnast um málið og vil ég hvetja alla sem hafa áhuga á góðri myndlist að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara en hún mun standa til 31 okt.,” sagði Hrönn þegar Víkurfréttir litu við á opnunardaginn.
Texti og mynd: Þorsteinn G. Kristjánsson
John er frá Oxford í Englandi þar sem hann lærði list sína og tók mastersgráðu frá konunglega listaháskólanum. Þá hefur John um árabil kennt í listaskólum um víða veröld og haldið fjölda einkasýninga.
Aðspurður segist John hafa heillast mjög af sýningasalnum þegar hann var hér á ferð fyrir rúmu ári síðan og ákveðið að halda sýningu í Grindavík hið fyrsta. Hrönn Kristjánsdóttir sýningastjóri sagði það vera mikinn hvalreka að fá svo þekktan og góðan listamann til að sýna verk sín í Grindavík.
„Þessi sýning hefur strax vakið talsverða athygli, fjölmiðlar og listafólk hefur hringt til að forvitnast um málið og vil ég hvetja alla sem hafa áhuga á góðri myndlist að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara en hún mun standa til 31 okt.,” sagði Hrönn þegar Víkurfréttir litu við á opnunardaginn.
Texti og mynd: Þorsteinn G. Kristjánsson