Jóhanna og Ómar lentu í jarðskjálfta á Balí: „Ég hef aldrei verið eins hrædd á ævinni“
„Við vorum að borða á veitingastað sem er byggður úr bambus trjám, við fundum mjög vel fyrir jarðskjálftanum og starfsfólkið sagði okkur strax að hlaupa út,“ segir Jóhanna en hún hefur aldrei verið eins hrædd á ævinni og er aðeins núna að byrja að róast niður en hún er eigandi snyrtivöruversluninnar Daríu í Keflavík. Hún er stödd á eyjunni Balí ásamt eiginmanni sínum, Ómari Jökli Ómarssyni. Hjúin voru að hefja brúðkaupsferð sína þegar jarðskjálfti af stærðinni 6,9 á richter skall á síðastliðin sunnudag.
Jóhanna og Ómar fóru upp á hótel en fengu því miður ekki að fara upp á hótelherbergi vegna eftirskjálfta. „Ég fór upp í rúm í öllum fötunum, með allt tilbúið við rúmið en við sváfum ekkert þessa nótt.“
Jóhanna, og aðrir Íslendingar sem hún hefur talað við, voru ekki viss hvort þau vildu vera áfram á Balí eða fara eitthvert annað. Eftir að hótelstarfsmenn fullvissuðu þau um að þau væru örugg ákváðu Jóhanna og Ómar að vera kyrr á Balí og munu nú dvelja þar í tvær vikur.
Jóhanna og Ómar á brúðkaupsdaginn