Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Jóhann Smári tekinn við stjórnartaumunum
Miðvikudagur 14. september 2016 kl. 14:43

Jóhann Smári tekinn við stjórnartaumunum

Stjórn Karlakórs Keflavíkur gekk nýlega frá ráðningu nýs kórstjóra, Jóhanns Smára Sævarssonar. Jóhann Smári er kórnum að góðu kunnur en hann hóf sinn söngferil fyrir rúmlega 30 árum með því að syngja með honum. Að námi loknu starfaði Jóhann Smári sem óperusöngvari víða í Evrópu í 25 ár.

Jóhann Smári er Suðurnesjamönnum einnig að góðu kunnur fyrir allar þær uppsetningar og sýningar sem hann hefur staðið að einn og sér og ásamt öðrum á liðnum árum. Þá er hann einnig vel metinn sem söngkennari við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Stjórn karlakórsins væntir góðs af samstarfinu við nýja söngstjórann og það er hugur í kórmönnum.

Æfingar hefjast nk. mánudag 19. september en kórinn æfir tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum milli kl. 19:30 og 21:30. Nýir félagar eru að sjálfsögðu velkomnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024