Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jóhann Smári og Sigurður tilnefndir til Íslensku tónlistarverðlaunanna
Föstudagur 11. febrúar 2011 kl. 14:25

Jóhann Smári og Sigurður tilnefndir til Íslensku tónlistarverðlaunanna

Jóhann Smára Sævarsson, óperusöngvara, þarf lítið að kynna fyrir Suðurnesjamönnum en hann hefur verið tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokknum rödd ársins. Jóhann Smári er mikill og djúpur bassi en hann hefur sungið mikið við Íslensku óperuna.

Umsögn dómnefndar um Jóhann Smára er svo hljóðandi:
„Djúp og safarík rödd Jóhanns gleymist engum sem á hana hafa hlýtt,“ en Jóhann var tilnefndur fyrir magnaða túlkun á Hallgrímspassíu Sigurðar Sævarssonar, bróðir Jóhanns, og Vetrarferð Schuberts.

Einnig er Sigurður sjálfur tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokknum Hljómplata ársins – Sígild og samtímatónlist fyrir Hallgrímspassíu. Platan inniheldur tónlist Sigurðar við Passíusálma Hallgríms Péturssonar og er útgefandi plötunnar Aspir.

Umsögn dómnefndar um plötu Sigurðar hljóðar svona:
„Afar sterkt og innilegt tónverk Sigurðar Sævarssonar nýtur sín mjög vel í frábærum flutningi Schola Cantorum og Caput. Fáguð, djúp og hrífandi plata.“

Mynd að ofan: Jóhann Smári syngur Hallgrímspassíu.
[email protected]


Sigurður Sævarsson tilnefndur fyrir Hallgrímspassíu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024