Jóhann Smári flytur Vetrarferðina
Keflvíkingurinn Jóhann Smári Sævarsson, óperusöngvari, flytur Vetrarferðina eftir Schubert í Íslensku óperunni næstkomandi sunnudag kl. 20. Aðeins ein sýning hefur verið auglýst til að byrja með en framhaldið mun ráðast af viðtökum og eftirspurn.
Um er að ræða leikna sviðsetningu en söngvarinn er verkinu vel kunnugur. Hann flutti það við óperuna í Regensburg árið 2004, sýningin sló í gegn og var flutt alls þrettán sinnum fyrir fullu húsi.
Eftir glæstan 17 ára feril í óperuúsum Evrópu var Jóhann Smári Sævarsson orðinn saddur á flökkulífinu sem fylgdi starfinu, búandi á hótelherbergjum mestan hluta ársins. Hann sagði því sagði skilið við lífið í óperuhúsunum um mitt sumar og flutti heim þar sem ræturnar liggja.
Sjá nánar í Víkurfréttum í dag
VFmynd/elg.