Jóhann og Anton kveiktu á jólaljósum í Sandgerði
Kveikt var á jólaljósum á jólatrjám í Suðurnesjabæ á fullveldisdaginn, 1. desember. Í Sandgerði voru ljósin á jólatrénu kveikt kl. 17:00. Það voru þeir Jóhann Stormur og Anton Egill sem sáu um að kveikja jólaljósin á trénu í Sandgerði.
Þá fluttu nemendur við Tónlistarskólann í Sandgerði tónlistaratriði. Tawba Nesma Amrouni og Aleksandra Koziol léku á píanó. Þeim til halds og trausts var kennari þeirra Haukur Arnórsson. Jólasveinar mættu á svæðið með mandarínur og sælgæti fyrir börnin.
Þá fengu allir kakó og piparkökur en sá dagskrárliður var í umsjón ungmennaráðs Víðis. Magnús Stefánsson bæjarstjóri sá svo um að kynna dagskránna.
Hér að neðan er myndasafn frá viðburðinum.