Johan D. Jónsson listamaður desembermánaðar
 Ný mynd mánaðarins hefur verið sett upp í Kjarna, Hafnargötu 57, í Reykjanesbæ.  Eins og áður hefur komið fram er hér á ferðinni kynning á vegum menningarsviðs bæjarins á myndlistarmönnum í Reykjanesbæ.
Ný mynd mánaðarins hefur verið sett upp í Kjarna, Hafnargötu 57, í Reykjanesbæ.  Eins og áður hefur komið fram er hér á ferðinni kynning á vegum menningarsviðs bæjarins á myndlistarmönnum í Reykjanesbæ.  Listamaður desembermánaðar er Johan D. Jónsson. Hann er fæddur 17. desember 1945 í Reykjavík en hefur búið í Reykjanesbæ frá 1992. Johan D. hefur starfað sem ferðamálafulltrúi Suðurnesja til þessa dags. Hann hefur ferðast mikið um svæðið og tekið fjölda ljósmynda sem notaðar hafa verið í margs konar útgáfur í bækur og rit. Nú hefur hann hafið vinnu við verkefnið; Reykjanes í litum. Mynd desembermánaðar, Karlinn, er hluti af því verkefni. Johan D. sótti námskeið í Myndlista og handíðaskólanum í Reykjavík á yngri árum og hefur nú tekið upp aftur kynni sín af myndlistinni. Hann hefur sótt námskeið hjá Baðstofunni þar sem kennt hafa t.d. Eiríkur Smith, Reynir Katrínarson og Sossa.
Menningarfulltrúi



 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				