Johan D. Jónsson listamaður desembermánaðar
Ný mynd mánaðarins hefur verið sett upp í Kjarna, Hafnargötu 57, í Reykjanesbæ. Eins og áður hefur komið fram er hér á ferðinni kynning á vegum menningarsviðs bæjarins á myndlistarmönnum í Reykjanesbæ.
Listamaður desembermánaðar er Johan D. Jónsson. Hann er fæddur 17. desember 1945 í Reykjavík en hefur búið í Reykjanesbæ frá 1992. Johan D. hefur starfað sem ferðamálafulltrúi Suðurnesja til þessa dags. Hann hefur ferðast mikið um svæðið og tekið fjölda ljósmynda sem notaðar hafa verið í margs konar útgáfur í bækur og rit. Nú hefur hann hafið vinnu við verkefnið; Reykjanes í litum. Mynd desembermánaðar, Karlinn, er hluti af því verkefni. Johan D. sótti námskeið í Myndlista og handíðaskólanum í Reykjavík á yngri árum og hefur nú tekið upp aftur kynni sín af myndlistinni. Hann hefur sótt námskeið hjá Baðstofunni þar sem kennt hafa t.d. Eiríkur Smith, Reynir Katrínarson og Sossa.
Menningarfulltrúi
Listamaður desembermánaðar er Johan D. Jónsson. Hann er fæddur 17. desember 1945 í Reykjavík en hefur búið í Reykjanesbæ frá 1992. Johan D. hefur starfað sem ferðamálafulltrúi Suðurnesja til þessa dags. Hann hefur ferðast mikið um svæðið og tekið fjölda ljósmynda sem notaðar hafa verið í margs konar útgáfur í bækur og rit. Nú hefur hann hafið vinnu við verkefnið; Reykjanes í litum. Mynd desembermánaðar, Karlinn, er hluti af því verkefni. Johan D. sótti námskeið í Myndlista og handíðaskólanum í Reykjavík á yngri árum og hefur nú tekið upp aftur kynni sín af myndlistinni. Hann hefur sótt námskeið hjá Baðstofunni þar sem kennt hafa t.d. Eiríkur Smith, Reynir Katrínarson og Sossa.
Menningarfulltrúi