Jesus og U2 á Ásbrú á fimmtudaginn (video)
Kór Keflavíkurkirkju mun flytja Jesus Christ Superstar ásamt rokkperlum eftir hljómsveitina U2 í Andrews menningarhúsinu á Ásbrú á fimmtudagskvöld kl. 20:00.
Einsöngvarar verða þeir Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Sigurður „kapteinn“ Ingimarsson.
Stjórnandi verksins er Arnór B. Vilbergsson organisti í Keflavíkurkirkju en hann hefur einnig útsett tónlistina sérstaklega fyrir kórinn og hljómsveitina.
Miðaverð er 2000 kr. og fer miðasala fram á midi.is og við innganginn. Á föstudagskvöldinu 4. október verður dagskráin flutt í Akureyrarkirkju.
Meðfylgjandi er stutt myndskeið frá uppfærslu Jesus Christ Superstar í Keflavíkurkirkju í vor.