Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jesus Christ Superstar næst á dagskrá
Fimmtudagur 12. september 2013 kl. 12:06

Jesus Christ Superstar næst á dagskrá

- Nóg um að vera í menningarlífi Reykjanesbæjar

Kór Keflavíkurkirkju mun flytja valin lög úr hinum þekkta söngleik Jesus Christ Superstar í Andrews leikhúsinu á Ásbrú fimmtudaginn 3. október nk. en færri komust að en vildu þegar hann var fluttur í kirkjum á Suðurnesjum sl. vor.

Að þessu sinni verða jafnframt fluttar nokkrar af perlum hljómsveitarinnar U2 sem kórinn hefur áður flutt við góðar undirtektir. Sr. Skúli S. Ólafsson mun flytja stutta hugvekju milli laga um síðustu daga krists.
Arnór B. Vilbergsson organisti stendur í stafni og stjórnar kór, hljómsveit og einsöngvurum sem eru ekki af verri endanum. Má þar nefna Eyþór Inga Gunnlaugsson en hann mun syngja hlutverk Jesú og Sigurð Ingimarsson sem verður í hlutverki Júdasar. Aðrir söngvarar eru úr röðum kórfélaga og margir þeirra munu jafnframt leika á ýmiss hljóðfæri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kórinn mun jafnframt gera víðreist og halda tónleika á Akureyri 4. október.

Miðaverð er kr. 2000 og fer miðasala fram á midi.is.