Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Jeremy Lin hitti Blue strákana
Miðvikudagur 25. maí 2016 kl. 16:20

Jeremy Lin hitti Blue strákana

Spiluðu ekki körfubolta - ræddu frekar fjármál

Körfuboltastjarnan Jeremy Lin vakti alheimsathygli á meðan dvöl hann dvaldi hér á landi fyrir skömmu. Kappinn sem leikur með Charlotte Hornets í NBA deildinni komst í fréttirnar þegar hann tók léttan einn-á-einn körfuboltaleik í bakgarðinum hjá ungum Þórsara á Akureyri.

Lin fór vítt og breitt um landið og hitti fleiri frambærilega íþróttamenn á Íslandi. Þeirra á meðal eru starfsmenn Blue car rental í Reykjanesbæ, en þar starfa nokkrir sprækir knattspyrnumenn af Suðurnesjum. Á meðfylgjandi mynd má sjá Lin ásamt fótboltaköppunum, Alexander Magnússyni, Sindra Kristni Magnússyni og Einari Orra Einarssyni. Lin leigði bíl hjá Blue en hann keyrði um landið á Land Cruiser Adventure jeppa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í texta með myndinni á Facebook segir að strákarnir á Blue hafi ekki boðið honum í körfubolta þrátt fyrir að margir öflugir körfuboltaleikmenn séu í vinnu hjá fyrirtækinu. Þeir leituðu frekar ráða hjá hinum Harvard menntaða Lin um hvernig mætti afnema íslensku verðtrygginguna og ræddu fjármál við bakvörðinn snjalla.