Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jazzfjelag Suðurnesja með tónleika í Bókasafni Sandgerðis
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 16. apríl 2021 kl. 08:19

Jazzfjelag Suðurnesja með tónleika í Bókasafni Sandgerðis

Jazzfjelag Suðurnesja býður til tónleika með sveitinni Golu miðvikudaginn 21. apríl. Tónleikana átti að halda fyrir mánuði síðan en var frestað vegna samkomutakmarkana.
Gola leikur djassskotna standarda, fönk og heimstónlist í boði Jazzfjelags Suðurnesjabæjar í Bókasafni Sandgerðis miðvikudaginn 24. mars kl.20:00.
Sveitina Golu skipa þeir:
Jóhann Ásmundsson - bassi (Mezzoforte o.m.fl.)
Sigurgeir Sigmundsson - gítar (Bubbi, Bo Halldórs, Start o.m.fl.)
Haukur Arnórsson - píanó, hljómborð (nemandi á framhaldsstigi við Tónlistarskóla Sandgerðis)
Halldór Lárusson - trommur (Bubbi, Júpíters o.m.fl.)
Viðburðir Jazzfjelags Suðurnesjabæjar hafa vakið athygli og verið vel sóttir, því er vissara að tryggja sér sæti í tíma.
Aðgangur er ókeypis!
ATH: Panta þarf sæti fyrirfram með því að senda tölvupóst á [email protected] og gefa upplýsingar um nöfn gesta, kennitölu og símanúmer (Covid reglur)
Munið grímuskyldu og sóttvarnir!
Jazzfjelag Suðurnesjabæjar er styrkt af sóknaráætlun Suðurnesja og Suðurnesjabæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024