Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jarðvangsvika á Reykjanesi
Markmiðið með Jarðvagnsviku er að vekja athygli á þeirri náttúru sem Reykjanesið hefur upp á að bjóða.
Miðvikudagur 4. júní 2014 kl. 11:23

Jarðvangsvika á Reykjanesi

- í annað sinn.

Jarðvangsvika stendur nú yfir á Reykjanesi og er þetta í annað sinn sem Reykjanes jarðvangur stendur fyrir slíkri viku. Sambærilegar vikur eru haldnar í öllum evrópskum jarðvöngum um þetta leyti, en þeir eru um 100 talsins. Markmið vikunnar er að bjóða upp á áhugaverða viðburði sem endurspegla náttúru og mannlíf á Reykjanesskaga.

Þannig verða m.a. í boði styttri og lengri gönguferðir, má þar nefna 100 gíga göngu með Ara Trausta Guðmundssyni og Rannveigu L. Garðarsdóttur á fimmtudaginn og gönguferð um gamla varnarliðssvæðið á Ásbrú á laugardag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024