Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jarðarber og aðalbláber á Selatöngum
Þriðjudagur 5. ágúst 2008 kl. 12:32

Jarðarber og aðalbláber á Selatöngum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gönguhátíðin í Grindavík um verslunarmannahelgina, AF STAÐ á Reykjanesið gekk vel í orðsins fyllstu merkingu. Yfir hundrað manns gengu um Selatanga á laugardag og skoðuðu minjar um gamla verstöð: brunn, sjóbúð, fiskbyrgi og fiskigarða undir leiðsögn Ómars Smára Ármannssonar og Sigrúnar Jónsd. Franklín.


Þátttakendur höfðu á orði hvað krækiberin væru góð í heitum sandinum. Á svæðinu mátti jafnframt finna þroskuð jarðarber og að sögn Guðbjargar Ásgeirsdóttur sem býr í Grindavík þá sá hún í fyrsta skipti aðalbláber á Reykjanesskaga en hún þekkir þau vel að vestan þar sem hún er fædd og uppalin.

 


Þátttakendur gengu um Katlahraunið og skoðuðu kyngimagnaðar hraunmyndanir og fóru eftir rekastíg að Ísólfsskála.


Mynd EE Jarðarber á Selatöngum
Mynd SJF Göngufólk í Katlahrauni