Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jamie Oliver mætti elda fyrir fjölskylduna
Sigrún Haraldsdóttir, flugfreyha og heilsuréttakona.
Sunnudagur 8. febrúar 2015 kl. 10:00

Jamie Oliver mætti elda fyrir fjölskylduna

Sigrún Haraldsdóttir er flugfreyja hjá Icelandair og hún kýs að útbúa og snæða hollan og góðan mat, heilsunnar vegna. Hún heldur nokkuð oft matarboð fyrir vini og kunningja, þá helst á mildu sumarkvöldi. Íslenska lambið og kjúklingur eru í uppáhaldi hjá Sigrúnu því hægt er að elda það á svo marga vegu. Hún nálgast uppskriftir á netinu og segir það einfaldast og fljótlegast. Ef Sigrún mætti velja hvern sem er til að eiga góða kvöldstund með eða borða góða máltíð, væri hún til í að bjóða Jamie Oliver að elda og bjóða fjölskyldunni í mat. Sigrún deilir með lesendum Víkurfrétta uppskrift að hollu nammi og drykknum Green Mojito, sem á vel við þegar margir stefna á breyttan lífsstíl.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nammi - kökur af síðunni Heimilismatur

Hráefni:

2 bollar kókosmjöl

1 bolli döðlur lagðar í bleyti í 30 mín. Vatnið kreist af þeim

½ bolli pekan- eða cashew hnetur

2 msk möndlusmjör

3 msk kókosolía við stofuhita

1 tsk vanillusykur

200 g suðusúkkulaði, má vera 70% til helmings

Döðlur maukaðar í mixer, ég notast við svona mini mixer sem er orðinn þokkalega gamall og er enn í fullu fjöri. Setjið döðlurnar yfir í rúmgóða skál, maukið næst hneturnar og setjið í skálina, því næst fer restin af hráefnunum og er þetta hrært saman. Það er einnig hægt að hnoða þetta saman í hrærivél. Setjið bökunarpappír annað hvort í eldfast mót eða í ofnskúffu. Ég notaði kassalaga eldfast mót úr IKEA. Þjappið og þrýstið deiguni vel í mótið og út í hornin. Setjið því næst í kæli í allavega 30 mín.

 

Súkkulaðibráð

200 g suðusúkkulaði, má vera til helminga við 70% súkkulaði

1 msk kókosolía,

Brætt í potti við lágan hita. Kælt örlítið áður en þessu er smurt yfir botninn. Mér finnst best að skera bitana niður á þessu stigi. Ég sker í formið. Set síðan inn í kæli á ný að lágmarki í 1 klst. Mér finnast bitarnir bestir daginn eftir. Þá eru þeir einhvern veginn búnir að taka sig almennilega.

Drykkurinn Green Mojito

1 bolli vatn

1 bolli ananas 

1/2 lime

1 bolli eða handfylli spínat

Mynta af 2 stilkum

Klaki

 

Allt sett í blandara nema klakinn. Síðan er klakanum bætt við 

og hrært í nokkrar sekúndur í viðbót.