Jafnréttisráðstefna í Keili
Keilir, í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar, atvinnuþróunarfélög og tengslanet kvenna á landsbyggðinni, stendur fyrir ráðstefnu um stöðu jafnréttismála þann 24. október 2007.
Dagskrá ráðstefnunnar er svohljóðandi:
14:00 - 14:15 Opnunarávarp - Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra.
14:15 - 14:45 Kona á Kárahnjúkum - Yrsa Sigurðardóttir, verkfræðingur og rithöfundur.
14:45 - 15:15 Kynbundinn launamunur: Hvað má gera og hvað má EKKI gera! - Þorlákur Karlsson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík.
15:15 - 15:45 Það er staður í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki hver annarri - Lotta Snickare, stjórnendaráðgjafi og annar höfundur samnefndrar bókar.
15:45 - 16:15 Játning karlrembunnar - Lars Einar Engström, athafnamaður, ráðgjafi og höfundur samnefndrar bókar.
16:15 - 16:30 Hjallastefna fyrir fullorðna - Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar.
Kaffi
16:50 - 17:00 Samantekt.
17:00 - 17:30 Pallborð - Árelía Eydís Guðmundsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, stýrir umræðum.
Í pallborði sitja Margrét Pála Ólafsdóttir, Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, Stefán Guðmundsson hjá félagi ábyrgra feðra, Yrsa Sigurðardóttir og Þorlákur Karlsson.
Dúett, Sonnetta og myndlist. Sigurður Ingólfsson og Ólöf Björk Bragadóttir.
Léttar veitingar og kynningar verða í anddyri að lokinni dagskrá.