Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Jafnréttisráðstefna hjá Keili í dag
Miðvikudagur 24. október 2007 kl. 09:16

Jafnréttisráðstefna hjá Keili í dag

Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar, atvinnuþróunarfélög og tengslanet kvenna á landsbyggðinni stendur í dag fyrir ráðstefnu í ráðstefnusal Keilis á Keflavíkurflugvelli um stöðu jafnréttismála, en dagskrá hefst kl. 14:00.

Markmið ráðstefnunnar er að ræða stöðu jafnréttismála og leiðir til að auka jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Sérstaklega verður farið ofan í hvernig uppeldi og menningarlegt umhverfi hefur áhrif á viðhorf og sjálfsmynd kynjanna. Rætt verður hvernig bæði kynin geta unnið með gildishlaðin viðhorf kynslóðanna til kynjahlutverka, viðhorf sem birtast í öllu okkar umhverfi frá fæðingu, í sjónvarpi, tímaritum, kennslustofum, heimilum o.s.frv.

Ráðstefnan verður send út um fjarfundabúnað til: Þekkingarnets Austurlands Egilsstöðum, Nýheima á Höfn, Verkmenntaskóla Austurlands á Norðfirði, Visku Vestmannaeyjum, Farskóla N-VEST Sauðakróki, Símeyjar Akureyri, Þekkingarseturs Þingeyinga Húsavík, Fræðslunet  Suðurlands á Selfossi í Iðu og í Grunnskóla Mýrdalshrepps í Vík.

Meðal ráðstefnugesta eru Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, Yrsa Sigurðardóttir, verkfræðingur og rithöfundur, Þorlákur Karlsson, forseti viðskiptadeildar HR, Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, lektor við HÍ og þau Lotta Snickare og Lars Einar Engström, höfundar bókanna „Það er staður í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki hver annarri” og „Játningar karlrembunnar” sem báðar eru nýútkomnar hérlendis. Ráðstefnustjóri er Tinna Gunnlaugsdóttir, Þjóðleikhússtjóri.

 

Dagskrá ráðstefnunnar er svohljóðandi:
 
14:00 - 14:15 Opnunarávarp - Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra.
14:15 - 14:45 Kona á Kárahnjúkum - Yrsa Sigurðardóttir, verkfræðingur og rithöfundur.
14:45 - 15:15 Kynbundinn launamunur: Hvað má gera og hvað má EKKI gera! - Þorlákur Karlsson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík.
15:15 - 15:45 Það er staður í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki hver annarri - Lotta Snickare, stjórnendaráðgjafi og annar höfundur samnefndrar bókar.
15:45 - 16:15 Játning karlrembunnar - Lars Einar Engström, athafnamaður, ráðgjafi og höfundur samnefndrar bókar.
16:15 - 16:30 Hjallastefna fyrir fullorðna - Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar.
Kaffi
16:50 - 17:00 Samantekt.
17:00 - 17:30 Pallborð - Árelía Eydís Guðmundsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, stýrir umræðum.

 

Í pallborði sitja Margrét Pála Ólafsdóttir, Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, Stefán Guðmundsson hjá félagi ábyrgra feðra, Yrsa Sigurðardóttir og Þorlákur Karlsson.

 

Dúett, Sonnetta og myndlist. Sigurður Ingólfsson og Ólöf Björk Bragadóttir.

Loftmynd/Oddgeir Karlsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024