Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„IV besta platan“
Laugardagur 26. desember 2009 kl. 16:13

„IV besta platan“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stefanía Ósk Margeirsdóttir, 18 ára nemi

Hver er besta íslenska platan sem kom út á þessu ári? IV -Hjálmar

Ef ég segði þér að ég gæti flutt inn til landsins hvaða tónlistarmann sem er, hvern myndirðu vilja sjá á tónleikum hér á landi? Nick Cave

Ef þú mættir velja einn stað í heiminum til að búa á í eitt ár, hver yrði það og af hverju? Rússland, klikkuð menning sem er engum lík og áhugavert land með mikla sögu bakvið sig.

Hvað langar þig mest í í jólagjöf? Steinway Flygil, það er draumurinn.

Væri betra að hafa aðeins eitt tungumál í heiminum? Nei, tungumál er stór partur af menningu.

Er afstöðuleysi unglinga til stjórnmála vaxandi vandamál? Já, margir sem nenna ekkert að pæla í hvað er að gerast í
samfélaginu og hvað er fyrir þeirra hag! En ég þarf sjálf að kynna mér þetta betur.

Finnst þér þú eyða of miklum tíma á fésinu? Stórt like.

Hvað er það eftirminnilegasta sem gerðist í fjölmiðlum á liðnu ári? Kemst ekki hjá því að segja ice-save vesenið, jafn leiðinlegt og það hljómar og Barack Obama verður forseti.

Hvernig hefur kreppan bitið þig? Kreppan, fjúff hvað ég er þreytt á henni, annars hefur hún ekki bitið mig, ekki svo ég taki eftir.

Verður þú að vinna í jólafríinu? Já, verð að vinna í Bláa Lóninu í Bistro-inu.