Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Íþróttadagur eldri borgara
Föstudagur 23. febrúar 2007 kl. 10:48

Íþróttadagur eldri borgara

Íþróttadagur eldri borgara var haldinn í Austurbergi í Breiðholti á Öskudaginn. Dagurinn er liður í menningarhátíð í Breiðholti og er orðinn árlegur viðburður. Það er Félagsstarf eldri borgara í Gerðubergi og Félag áhugafólksum íþróttir aldraðra sem standa fyrir þessum íþróttadegi.

Þá koma saman eldri borgarar frá mörgum félagsmiðstöðvum á stór-Reykjavíkursvæðinu og sýna leikfimi og dansa. Eldri borgarar frá Reykjanesbæ mættu til leiks með leikfimihóp undir stjórn Eyglóar Alexandersdóttur og línudanshóp undir stjórn Ástu Sigurðardóttur.Báðir hóparnir stóðu sig frábærlega vel og voru bænum sínum til sóma.

 

 

 

 

 

 


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024