Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Íþróttaakademían útskrifar einkaþjálfara
Miðvikudagur 13. júní 2007 kl. 16:37

Íþróttaakademían útskrifar einkaþjálfara

Laugardagurinn 9.júní var stór dagur í sögu Íþróttaakademíunnar en þá voru útskrifaðir fyrstu ÍAK einkaþjálfararnir. Alls útskrifuðust 15 ÍAK einkaþjálfarar. Dúxinn var Freyja Fanndal Sigurjónsdóttir og hlaut hún í meðaleinkunn 8,59.

Fram kom í ræðu Hrannars Hólm, stjórnarformanns Íþróttaakademíunnar að útskrift þessara fyrstu ÍAK einkaþjálfara er stór þáttur í að lyfta einkaþjálfun á Íslandi á hærra plan. Mikilvægt sé að í einkaþjálfun, sem er ört vaxandi atvinnugrein, sé tryggt að þeir sem vilja nýta sér þjónustu einkaþjálfara geti gengið að því vísu að um vel menntaða starfstétt sé að ræða.

Það sem aðgreinir ÍAK einkaþjálfara frá öðru einkaþjálfurum er fyrst og fremst djúp og yfirgripsmikil þekking sem þeir hafa á öllu sem við kemur þjálfun og næringu. ÍAK einkaþjálfararnir eiga að baki um 400 kennslustunda nám sem samanstendur af lífeðlisfræði, næringarfræði, líffærafræði, þjálffræði, íþróttasálfræði, verklegri þjálfun, meiðslaforvörnum og skyndihjálp ásamt sérsniðnum fyrirlestrum tengdum starfi einkaþjálfarans.

Allir kennararnir eru master og/eða doktorsmenntaðir eða fremstir á sínu sviði hér á landi, auk þess að vera með íþróttalegan bakgrunn og mikla og haldgóða reynslu af heilsurækt.

Námið er kennt á níu mánuðum og hægt er að vera í fullu starfi samhliða náminu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024