Íslistaverk í Heiðarskóla - Myndir
Nemendur Heiðarskóla byrjuðu daginn í gær á því að setja upp íslistaverk á skólalóðinni. Kom hver nemenandi með klakaverk í fernu að heiman sem raðað var saman svo úr varð heildstætt verk. Sumir settu matarlit, blóm og laufblöð, leikföng, spaghetti og fleira í ísklumpana svo úr varð fjölbreytt, litríkt og skemmtilegt verk, eins og sjá má af ljósmyndum Ellerts Grétarssonar sem komnar eru inn á ljósmyndavef VF hér á síðunni.
VFmyndir/elg.