Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Íslensku tónlistarverðlaunin í kvöld
Miðvikudagur 20. febrúar 2013 kl. 11:59

Íslensku tónlistarverðlaunin í kvöld

Suðurnesjamenn tilnefndir til verðlauna

Íslensku tónlistarverðlauin fara fram í Hörpu í kvöld. Nokkrir Suðurnesjamenn eru meðal þeirra sem tilnefndir eru að þessu sinni. Athöfnin verður sýnd í beinni útsendingu á Rúv og hefst útsending klukkan 19:55. Hljómsveitin Valdimar mun stíga á stokk í Hörpu en hljómsveitin er tilnefnd til nokkurra verðlauna eins og sjá má hér að neðan.

LAGAHÖFUNDUR ÁRSINS (Popp og rokk)
Hljómsveitin Valdimar - Fyrir lög á plötunni Um stund sem sýnir og sannar að óvænt og kröftug innkoma sveitarinnar í íslenskt popplíf fyrir tveimur var alls engin tilviljun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

SÖNGVARI ÁRSINS (Popp, rokk, djass og blús)
Valdimar Guðmundsson - Fyrir flotta túlkun á fjölbreyttri tónlist á hljómleikum, hljómplötum og  í Hljómskálanum.

SÖNGKONA ÁRSINS (Popp, rokk, djass og blús)
Nanna Bryndís Hilmarsdóttir - Fyrir frábæran árangur og söng á tónleikum með Of Monsters and Men í Hljómskálagarðinum og á Iceland Airwaves.

HLJÓMPLATA ÁRSINS (Popp og rokk)
Um stund - Valdimar Leiftrandi framhald hjá hljómsveit sem stimplaði sig rækilega inn fyrir tveimur árum.

UPPTÖKUSTJÓRI ÁRSINS (Allir flokkar)
Guðmundur Kristinn Jónsson - Fyrir plöturnar Dýrð í dauðaþögn, Okkar menn á Havana, tónlist í Hljómskálanum o.fl. verkefni.

Kiddi Hjálmur er tilnefndur sem upptökustjóri ársins.